Til hamingju, Ösp og Fellaskóli! 🎉
Við fögnum umræðu sem veiting verðlauna vakti og einnig fögnum við eftirfarandi ályktun Íslenskrar málnefndar:
Í kjölfarið á þeim mikilvæga áfanga að tveimur af skólum borgarinnar Ösp og Fellaskóla voru veitt málræktarverðlaun íslenskrar málnefndar á dögunum vil ég vekja athygli á ályktun nefndarinnar sem lögð var fram á sama tíma. Þar er að finna mjög athyglisverðar og gagnlegar hugmyndir að því hvernig stuðlað skuli að virku tvítyngi.
Ályktunina í heild má finna here.
Meðal þeirra aðgerða sem málnefndin leggur til er að:
- Unnið verði markvisst að því að eyða fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum með jákvæðri umræðu og fræðslu.
- Efla þarf rannsóknir á stöðu og líðan erlendra nemenda í íslensku skólakerfi.
- Kannaðar verði ástæður þess að færri nemendur af erlendum uppruna hefja og ljúka námi í framhaldsskóla en innfæddir jafnaldrar þeirra.
- Styrkja þarf skólakerfið svo að það verði fært um að takast á við nýjan fjöltyngdan og fjöl-menningarlegan nemendahóp.
- Efla þarf fræðslu fyrir foreldra tvítyngdra barna og styðja þá í því að hlúa að móðurmáli barnanna.
- Efla þarf rannsóknir á tileinkun íslensku sem annars máls.
- Tryggja þarf að allir kennarar á öllum skólastigum hafi góðan grunn í íslensku og færni í því að kenna íslensku sem annað mál.
- Hefja þarf vinnu við gerð prófa til að meta kunnáttu innflytjenda í málinu og færni þeirra í öllum þáttum málsins.