Vinalestur Heiðrúnar – Lesþjálfun til framtíðar

Nýlega hefur Vinalestur Heiðrúnar gerst hópur í Móðurmáli. Frá því í haust hefur Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur tekið á móti börnum innflytjenda í bókasafninu í Gerðubergi og lesið með þeim íslenskar barnabækur. Þegar þau eru búin að lesa, leyfir hún þeim að teikna eitthvað upp úr sögunni sem þau voru að lesa. Síðan eftir hverja önn höldum við sýningu á úrvali af myndunum sem þau hafa teiknað. Um er að ræða tilraunverkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og hefur verkefnið fengið heitið Vinalestur Heiðrúnar – Lesþjálfun til framtíðar. Fyrir utan lestímana skipuleggur Heiðrún upplifunarferðir fyrir krakkana. Til stendur að gera eitthvað saman, fara á söfn og sýningar, jafnvel á tónleika og í leikhús, nokkrum sinnum á hverjum vetri. Og þá koma foreldrar með. Núna hafa börnin verið með í hrekkjavökugrímugerð á bókasafninu Gerðubergi, farið í Hörpu og heilsað upp á músina Maximús og 10. febrúar á leiksýninguna Fíasól gefst aldrei upp í Borgarleikhúsinu. Áhugasamir mega hafa samband á vinalestur.heidrunar@gmail.com og símanúmerið 893-3965. Heiðrún er líka með aðstöðu á bókasafninu Gerðubergi en þar er hún oftast frá 15:00 – 18:00 á virkum dögum.