Tungumálakortið 2021 | The Language Map 2021

Í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021 var blásið til tungumálaleitar til að kortleggja tungumál töluð af börnum og unglingum á leik- og grunnskólaaldri og um leið stuðla að jákvæðri umræðu um tungumál og fjöltyngi. Markmiðið er ekki síst að skapa námsmenningu þar sem börn og unglingar finna fyrir stolti yfir tungumálaauði sínum og að öll börn átti sig á mikilvægi tungumálsins fyrir sjálfsmynd og tilfinningalíf hvers og eins. 

109 tungumál á gagnvirku Íslandskorti

Árið 2021 voru skráð 95 tungumál sem börn og unglingar á Íslandi þekkja, sem er tveimur tungumálum fleira en kom í ljós þegar tungumálaforðinn var kortlagður árið 2014. Í ár komu hins vegar 14 ný tungumál í ljós, sem rötuðu ekki á kortið árið 2014. Fjöldi  tungumála í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi er þannig kominn upp í 109. Tungumálin er að finna á Íslandskorti tungumálanna hér fyrir ofan.

Þátttaka og leiðarljós

Þátttaka í kortlagningu tungumálanna var afar góð. Þá tóku í ár í fyrsta sinn þátt stofnanir á vettvangi frítímans, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þannig fór fram umræða um mikilvægi móðurmálsins með börnum og unglingum  um land allt sem er höfuðmarkmið leitarinnar að tungumálaforðanum.

Kynningarmyndband

Með því að fjalla um mikilvægi móðurmálsins og tungumála yfirleitt eru höfð í heiðri gildi Barnasáttmálans, Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, menntastefnu Reykjavíkurborgar ásamt drögum stjórnvalda að stefnu um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn.   

Tungumál í íslenskum skólum 2021

Stefna stjórnvalda um stuðning við móðurmál 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf árið 2020 út Leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. Leiðarvísirinn inniheldur fjölbreyttar leiðir og verkefni til að styðja við tungumál í skóla- og frístundastarfi og heima fyrir, skilgreiningar hugtaka og gagnlegar slóðir með fróðleik.

Samstarf um verkefnið frá 2014 til 2021

Menntamiðja, Tungumálatorg, menntavísindastofnun HÍ, Menningarmót – Fljúgandi teppi, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, og Móðurmál – samtök um tvítyngi stóðu í sameiningu að leitinni að tungumálum barna og unglingar árið 2021. Með því endurvöktu þessar stofnanir Íslandskort – leitin að tungumálaforðanum frá árinu 2014 þar sem 93 tungumálum var safnað. Að því verkefni komu meðal annars UNESCO á Íslandi, Vigdísarstofnun og Borgarbókasafn. Sjá myndband með ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur, velgjörðarsendiherra tungumála UNESCO.

Samstarfsaðilar:

Menningarmót – Fljúgandi teppi

Menntavísindastofnun

Móðurmál – samtök um tvítyngi

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Tungumálatorg

Menntamiðja

Umfjöllun

Mannlegi þátturinn, viðtal v. Kristínu R. Vilhjálmsdóttur

Grein í Morgunblaðinu, viðtal v. Kristínu R. Vilhjálmsdóttur

Frétt á vef RÚV

Frétt á vef Fréttablaðsins

Vefur Háskóla Íslands, viðtal v. Renötu Emilsson Peskova

Krakkafréttir, raddir fjöltyngdra barna

Samfélagið, viðtal v. Renötu Emilsson Peskova og Kristínu R. Vilhjálmsdóttur

The Language Map 2021

Language treasure hunt in Icelandic schools and kindergardens

A language treasure hunt was launched at the occasion of International Mother Language Day on February 21, 2021. The purpose was to map languages spoken by children and youth in preschools and compulsory schools in Iceland and to raise positive awareness and discussions about languages and plurilingualism. The goal of the search was also to create such a school culture in which all children and youth experience pride in their language treasure and realize that their languages are important for their feelings and for who they are.

109 languages on the interactive language map of Iceland 

In 2021, 95 languages spoken by children and youth in Iceland were registered, two more languages than in 2014. In 2021, however, 14 new languages were discovered that did not appear on the map in 2014. Hence, we can say that the number of languages in Icelandic preschools, compulsory schools, and leisure centers has reached number 109. All the languages can be found on the Language Map of Iceland here.

Languages spoken in Icelandic schools 2021

Participation and guidelight

The participation in mapping the languages was very good and this year organizations, i.e. afterschool centers also took part. The discussion about the importance of mother tongues took place around the country which was the main goal of the search for the language repertoire. By discussing the importance of mother tongues and languages in general, the values inherent in the Convention on the Rights of the Child, the Sustainable Development Goals of the United Nations, the Educational Policy of Reykjavík, and the Draft of the national strategy on the education of children and youth with diverse language and cultural background, are honored. The discussion about languages will hopefully also continue in the future. 

Introduction video

National policy on the support of mother tongues and plurilingualism

Ministry of Education, Science and Culture published the Guidelines “Languages of the Heart” on the support of mother tongues and active plurilingualism in schools and afterschool centers in 2020. The guidelines contain various ways and ideas to support languages in school, leisure, and at home, definitions of concepts, and practical links and information.

Collaboration on the project 2014-2021

Menntamiðja, Tungumálatorg, Menntavísindastofnun HÍ, Menningarmót – Fljúgandi teppi, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, and Móðurmál – the Association on Bilingualism collaborated on the language search of children and youth in the year 2021. Thus, these institutions and organizations revived Icelandic Language Map – search for the language treasure from 2014 when 93 languages were collected. The project was organized i.e., by UNESCO in Iceland, Vigdís Finnbogadóttir Institute, and the City Library of Reykjavík. See video with a talk by Vigdís Finnbogadóttir, the language ambassador of UNESCO.

The Flying Carpet – Intercultural Encounters

Menntavísindastofnun

Móðurmál – the Association on Bilingualism

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Tungumálatorg

Menntamiðja (the website will soon be opened)

Media coverage

Mannlegi þátturinn

Grein í Morgunblaðinu

Frétt á vef RÚV

Frétt á vef Fréttablaðsins

Frétt á vef Háskóla Íslands

Krakkafréttir

Samfélagið