The International Mother Language Day will be celebrated throughout Iceland 🌎
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur and the UNESCO committee in Iceland, together with the City Library, Tungumálatorg, the Móðurmál and other parties have prepared an ambitious program for the Mother-Tongue Week 21 – 28 February 2014.
Dagskrá viku móðurmálsins:
Í tilefni af alþjóðadegi móðurmálsins verður efnt til nokkurra viðburða dagana 21.–28. febrúar nk. í því skyni að minna á réttinn til móðurmálsins og vekja leika og lærða til vitundar um mikilvægi móðurmáls fyrir einstaklinga og menningu þjóða. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Unesco-nefndin á Íslandi í samvinnu við fjölmörg samtök, stofnanir og aðra sem láta sig málið varða.
Við hvetjum alla til að taka þátt í viðburðum í viku móðurmálsins. Sérstaklega er starfsfólk í skólum landsins hvatt til að vekja athygli nemenda á þessu mikilvæga málefni og stuðla að jákvæðri umræðu um ólík móðurmál í skólum.
Tungumálaforða Íslands leitað
Íslenska er móðurmál flestra sem búa á Íslandi en alls ekki allra. Margir eru tví- eða fjöltyngdir. Öll móðurmál og önnur mál sem töluð eru á Íslandi og erlend tungumál sem við lærum í skólum mynda saman tungumálaforða Íslands. Hann er okkur dýrmætur. Ríkulegur tungumálaforði endurspeglar fjölbreytta menningu og er lykill að farsælum samskiptum við umheiminn.
Í tilefni alþjóðadags móðurmálsins, 21. febrúar, verður hrint af stað leik sem gengur út á að leita uppi þau móðurmál sem eru töluð í skólum víðs vegar um landið og kanna hve miklum tungumálaforða skólar búa yfir. Á heimasvæðinu Tungumálaforða Íslands eru nemendur einstakra bekkja og skóla hvattir til að skrá öll móðurmál sín. Þannig fást upplýsingar um tungumálaforða hvers skóla og með því er hægt að fá yfirlit yfir tungumálaforðann á einstökum landsvæðum og á landinu í heild. Þeir skólar sem búa yfir miklum tungumálaforða fá sérstaka viðurkenningu. Sögustund fyrir börn á 10 tungumálum
- Föstudaginn 21. febrúar, kl. 13.-15 stendur Borgarbókasafn, Gerðubergi fyrir sögustund fyrir börn á 10 ólíkum tungumálum. Myndbönd um móðurmál og menningarlega fjölbreytni Tekin hafa verið upp nokkur stutt myndbönd um mikilvægi móðurmálsins og stöðu ólíkra tungumála sem móðurmáls hér á landi. Myndböndin er hægt að nálgast á vigdis.hi.is →.Fyrirlesturinn: Danska sem móðurmál, annað mál og erlent mál
- Fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 16.00 flytur doktor Bergþóra Kristjánsdóttir, lektor við Árósaháskóla, fyrirlestur um stöðu mismunandi tungumála sem móðurmáls í Danmörku. Fyrirlesturinn fer fram í Háskóla Íslands, í stofu 101 í Odda. Málþingið: Móðurmál – mál málanna
- Föstudaginn 28. febrúar, kl. 15–18 verður haldið málþing í Norræna húsinu þar sem fjallað verður um móðurmálið út frá ólíkum sjónarhornum, sjá dagskrá →.