Móðurmál, samtök um tvítyngi —framvegis samtökin Móðurmál—, eru hagsmunasamtök og þjónustusamtök á sviði móðurmálskennslu erlendra móðurmála. Samtökin Móðurmal styðja við móðurmálshópa sem veita fjöltyngdum börnum móðurmálskennslu.
Markmið Móðurmáls eru eftirfarandi:
- Að styðja við móðurmálshópa og móðurmálskennara
- Að vinna með foreldrum fjöltyngdra barna að því að skapa börnunum tækifæri til að læra móðurm
- Að taka þátt í rannsóknum um fjöltyngi og móðurmál
- Að þróa móðurmálskennslu
- Að styðja við virkt tvítyngi í samfélaginu
Mikilvægi móðurmálskennslu
Samtökin Móðurmál og móðurmálshópar eru sammála um mikilvægi móðurmálskennslu, enda styður hún við námsárangur barna skv. Aðalnámskrá grunnskóla* og aukin samskipti bæði innan fjölskyldna og samfélaga á Íslandi, og þvert á landamæri. Móðurmálskennsla auðgar íslenskt samfélag og eflir menntun fjöltyngdra barna og allra haghafa.
Félagslegt framlag
Samtökin Móðurmál stuðla að aukinni almennri menntun og tungumálamenntun fjöltyngdra barna, veita þeim og fjölskyldum þeirra félagslegan stuðning og sinna ráðgjöf til einstaklinga, fjölskyldna og hópa. Samtökin Móðurmál hafa viðamiklu samfélagslegu hlutverki að gegna en starfsemin felur í sér:
- aukna starfsreynslu móðurmálskennara
- aukna þátttöku fjölskyldna í íslensku samfélagi
- aukna umræðu um fjölmenningu, tungumál og virkt tvítyngi í samfélaginu
- að varðveita og fagna tungumálafjölbreytni barnanna á Íslandi
- aðgengi að upplýsingum, hjálparnetum, námsefni, lestrarefni og fræðsluefni um tvítyngi
- stuðning fyrir börn og fjölskyldur
- vettvang fyrir sterka einstaklinga og framtíðarleiðtoga á Íslandi
- vettvang fyrir samvinnu móðurmálshópa og fjölskyldna.
Fagmennska
Móðurmálskennsla er hluti af formlegri menntun fjöltyngdra barna eins og á Norðurlöndunum enda hafa fjöltyngd börn rétt til að viðhalda og efla móðurmál sitt skv. Barnasáttmálanum. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2011) og fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar “Heimurinn er hér” (2014) geta samtökin Móðurmál verið samstarfsaðili grunnskóla á sviði móðurmálskennslu.
Viðurkenning
Alþjóðleg og íslensk menntun móðurmálskennara, sem og reynsla þeirra af móðurmálskennslu, er metin að verðleikum. “Móðurmálskennari” er viðurkennt starfsheiti.
Námskrá
Samtökin Móðurmál og móðurmálshópar þróa í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið námskrá sem metin er til eininga í framhaldsskólum. Námskráin tengist CEFR (Common European Framework of Reference) og Aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla.
Samstarf
Samtökin Móðurmál eru samstarfsaðili yfirvalda, allra sveitarfélaga, menntastofnanna og alþjóðlegra regnhlífasamtaka.
Framkvæmd
Samtökin Móðurmál fá reglulegan stuðning vegna stöðu verkefnastjóra, reksturs skrifstofuhúsnæðis, stuðning fyrir móðurmálshópa, og aðgang að félags- og bókasafnsrými fyrir starfsemi samtakanna. Samtökin Móðurmál veita þjónustu og ráðgjöf á landsvísu.