School to Go – fjarnám á úkraínsku

Í gær, 7. desember, var kynningarfundur í húsakynnum Háskóla Íslands fyrir úkraínskar fjölskyldur á námi á móðurmálinu sem þeim stendur til boða hér á Íslandi. Sérstaklega var kynnt nýr möguleiki, SchoolToGo, sem er fjarnám sem fylgir úkraínskri námskrá sem nú er í boði fyrir úkraínsk börn á grunnskólaaldri hér á Íslandi (https://schooltogo.online/en/).

Móðurmál – samtök um tvítyngi hefur tekið að sér að vera tengiliður við slóvakísk samtök sem hafa gert samkomulag við Menntamálaráðuneytið í Úkraínu en kennsluna annast úkraínskir kennarar. Börn um alla veröld sem hafa þurft að flýja heimalandið stunda nú fjarnám á vegum SchoolToGo og ættu því að vera betur undirbúin til að halda áfram námi heima í Úkraínu þegar þau snúa til baka.

Móðurmál ásamt tengiliði Reykjavíkurborgar við flóttafólk, Oksana Shabatura, veita nánari upplýsingar um hvernig fjölskyldur geta innritað börnin sín fyrir vorönn 2024. Námið er fjölskyldum ókeypis.

Upplýsingar veita:

Oksana Shabatura, Miðja máls og læsis, Reykjavík:  oksana.shabatura@reykjavik.is

Anna Trish, School to Go, Slóvakía: anna.trish@schooltogo.sk

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=9IKF6O_w1oY

Frekari upplýsingar: https://t.me/school_togo