Slovak heritage language school in Iceland celebrates 10th anniversary

Slovak society SKÍS, or Slovak for Children in Iceland, celebrated its 10th anniversary today in Hólabrekkuskóli. Among guests were the Slovak ambassador in Oslo Mr Roman Bužek, and the Slovak honorary consul in Iceland, Mr. Runólfur Oddsson, who both welcome and support Slovak heritage language teaching in Iceland and in general. Other guests were Ms Kristína Domáňová, one of the founders of the Slovak school, Ms Olga Kaciánová, the Slovak teacher, parents and children in the school.

Móðurmál receives book donation

The author Bergljót Baldursdóttir visited the last meeting of Móðurmál with an amazing gift intended for the children attending classes in Móðurmál. She gifted each of them the book “Von be don” which she authored. Móðurmál thanks her very much for this kind donation!

“Von be Don” is a children’s book about words and language. The goal is to educate children on the importance of language, the power of words, and the versatility of communication between languages.

Group of people receives book donation
books

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – mál okkar allra

Samtökin Móðurmál fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna – mál okkar allra.

Verkefnið er unnið með nemendum í 5. og 6. bekk í Fellaskóla. Börnin hafa fengið kynningu á Heimsmarkmiðunum og valið markmið til að vinna dýpra með á skapandi hátt. 

Afrakstur vinnunnar er meðal annars uppskerusýning barnanna sem opnar í Borgarbókasafni í Gerðubergi föstudaginn 6.sept. kl.12.00. Þá er fjölskyldum boðið að koma til að eiga góða stund á bókasafninu með börnunum og njóta og fagna fallegu verka þeirra, sem þau hafa lagt mikla vinnu í. 

Þar sem Heimsmarkmiðin eru til á mörgum tungumálum er hægt að skoða þau bæði á íslensku og öðrum tungumálum fyrir þá sem skilja þannig innihaldið betur. Á sýningunni verða Heimsmarkmiðin sýnileg á 35 tungumálum.

Sameiginlega samtalið í ferlinu fer fram á íslensku, því við verðum öll að geta talað saman um mikilvæg málefni á íslensku. 

Kennsluhugmyndir undir yfirskriftinni “Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna – mál okkar allra” verða að finna á vef Samtakanna Móðurmáls seinna í haust.

Allir eru velkomnir og sýningin stendur til laugardags 14. september.

Móðurmál is a member of STÍL – The Association of Language Teachers of Iceland

Móðurmál became a member of STÍL at the Annual General Meeting on May 16, 2024. With a membership of 800, STÍL´s role is to provide language teachers with support and assistance in their professional development. STíL cooperates with various educational bodies both in Iceland and abroad. STÍL is a member of UNESCO and the Nordic Baltic Region of FIPLV (The International Federation of Language Teachers Associations).

Um STÍL / About – STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi – The Association of Language Teachers in Iceland (weebly.com)

Fræðslufundir fyrir foreldra * Parent information meetings

Farsæld, samstarf og fjöltyngi
Prosperity, collaboration and plurilingualism

Móðurmál – the Association on Bilingualism in collaboration with parents´ association Heimili og skóli, hosted two information meetings for immigrant parents in the Icelandic school system. The meetings were held in Laugalækjarskóli in Reykjavík on March 6, and in Kópavogsskóli in Kópavogur on March 12, 2024.

The topics were the collaboration of home and school, parents and leisure time, prosperity, and the importance of mother tongue and Icelandic teaching and learning.

Here is the link to the recording from one of the meetings, listed on YouTube, with English subtitles: https://www.youtube.com/watch?v=Ikcwf94o4SI

PowerPoint presentations are available in the comments under the video.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Móðurmál – Samtök um tvítyngi og foreldrasamtök Heimili og skóli héldu tvo fræðslufundi fyrir foreldra af erlendum uppruna. Fundirnir voru haldnir í Laugalækjarskóla í Reykjavík þann 6. mars og í Kópavogsskóla í Kópavogi þann 12. mars 2024.

Viðfangsefnin voru samstarf heimila og skóla, foreldrar og frítími, farsæld og mikilvægi móðurmáls- og íslenskukennslu.

Hér er hlekkur með myndbandi af öðrum fundinum með enskum texta. Takk fyrir að deila. Glærupakkar eru aðgengilegir í skilaboðakerfinu undir myndbandinu.

Formleg opnun serbneska móðurmálsskólans í Reykjavík

Formleg opnun serbneska móðurmálsskólans í Reykjavík á vegum Menntamálaráðuneytis Serbíu og Sendiráðs Serbíu í Osló.

(Eng. Formal opening of the Serbian mother tongue school in Reykjavík under the auspices of the Ministry of Culture of Serbia and the Embassy of Serbia in Oslo)

Serbneska Menningarmiðstöðin á Íslandi var stofnað í maí mánuði 2016 en síðar það sama ár var byrjað að kenna nemendum á aldrinum 6-16 ára serbnesku. Kennslan fór fram í gegnum fjölbreytt verkefni sem tengdust serbneska tungumálinu, sögu landsins og hefðum. Þetta verkefni stóð í mörg ár og mætti fjöldi nemenda vikulega í kennsluna. Frá upphafi hefur markmið okkar sem komum að kennslunni verið að þróa hana áfram og færa á hærra plan þannig að móðurmálsnám í serbnesku verði bæði viðurkennt á Íslandi og í Serbíu. Til þess að svo mætti verða þurfti að uppfylla margar og mismunandi kröfur en við sem höldum utan um kennsluna sátum ekki ráðalaus og ákváðum haustið 2023 að sækja um viðurkenningu frá menntamálaráðuneyti Serbíu.

Með nýjar áherslur og markmið um viðurkenningu byrjaði kennsla í september 2023 en gleðifréttir bárust í desember þegar viðurkenningin fékkst. Formleg opnun serbneska móðurmálsskólans var síðan haldin þann 27. janúar 2024 í Fellaskóla á Breiðholti þar sem kennslan fer fram alla laugardaga. Nemendur í serbneska móðurmálsskólanum eru nú 33 talsins á aldrinum 5,5, til 17 ára en einnig er leikskólahópur fyrir börn 1-5 ára og eru 15 börn í þeim hópi.

Ár hvert í öllum skólum í Serbíu er fagnað degi heilags Sava sem er einmitt 27. janúar og var metnaðarfull opnunarhátíð serbneska móðurmálsskólans skipulögð í kringum þann dag. Aðalgestir á hátíðinni voru forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og sendiherra Serba í Osló herra Dragan Petrovic ásamt öðrum virðulegum gestum. Nemendurnir okkar ásamt kennaranum Ljupku Cvijic undirbjuggu viðeigandi dagskrá sem var flutt á serbnesku og íslensku en þar var miðlað sýnishornum úr menningu Serba í gegnum söng, þjóðdans, ljóð, bókmenntir og ljúffengar kræsingar. Margir komu að og hjálpuðu við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.

Við þökkum kærlega forseta Íslands, sendiráði og sendiherra Serbíu í Noregi, Menntamálaráðuneytinu í Serbíu, Móðurmáli samtökum um tvítyngi, Reykjavíkurborg og stjórnendum og starfsfólki Fellaskóla fyrir ómetanlega stuðning. Án þeirra væri þessi metnaðarfulli draumur ekki orðinn að veruleika og við vonum innilega að við munum halda áfram samstarfi og samvinnu um ókomna tíð. Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á: centarsrpskekulture@gmail.com Danijela Zivojinovic formaður Serbnesku Menningarmiðstöðvarinnar á Íslandi.