Virkt tvítyngi í umræðu og riti

Til hamingju, Ösp og Fellaskóli! 🎉

Við fögnum umræðu sem veiting verðlauna vakti og einnig fögnum við eftirfarandi ályktun Íslenskrar málnefndar:

Í kjölfarið á þeim mikilvæga áfanga að tveimur af skólum borgarinnar Ösp og Fellaskóla voru veitt málræktarverðlaun íslenskrar málnefndar á dögunum vil ég vekja athygli á ályktun nefndarinnar sem lögð var fram á sama tíma. Þar er að finna mjög athyglisverðar og gagnlegar hugmyndir að því hvernig stuðlað skuli að virku tvítyngi.

Ályktunina í heild má finna here.

Meðal þeirra aðgerða sem málnefndin leggur til er að:

  • Unnið verði markvisst að því að eyða fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum með jákvæðri umræðu og fræðslu.
  • Efla þarf rannsóknir á stöðu og líðan erlendra nemenda í íslensku skólakerfi.
  • Kannaðar verði ástæður þess að færri nemendur af erlendum uppruna hefja og ljúka námi í framhaldsskóla en innfæddir jafnaldrar þeirra.
  • Styrkja þarf skólakerfið svo að það verði fært um að takast á við nýjan fjöltyngdan og fjöl-menningarlegan nemendahóp.
  • Efla þarf fræðslu fyrir foreldra tvítyngdra barna og styðja þá í því að hlúa að móðurmáli barnanna.
  • Efla þarf rannsóknir á tileinkun íslensku sem annars máls.
  • Tryggja þarf að allir kennarar á öllum skólastigum hafi góðan grunn í íslensku og færni í því að kenna íslensku sem annað mál.
  • Hefja þarf vinnu við gerð prófa til að meta kunnáttu innflytjenda í málinu og færni þeirra í öllum þáttum málsins.

November 2014 in Gerðuberg

Two important events took place in cultural centre Gerðuberg this month:

  • Course Í grassrótinni (Grassroots) about founding and running NGOs. It was organized by project Menntun Núna and coorganized by Modurmál. Davor Purusic, lawyer, was the main lecturer. The course took place on November 1st, 8th and 23th. Thank you, Davor and Menntun núna, for organizing the course, and thanks everyone for participation!
  • On Saturday 22nd November the yearly event of Modurmál took place. Vertu með! was different this time, children introduced their personal culture and performed at the Intercultural meeting Flying Carpet.

Thank you Maria Shishigina Palsson, our special guest, to play for us the khomus, or Jew´s harp.
Thank you Kristín R. Vilhjálmsdóttir, manager of multicultural projects at the City Library, for leading the event.
Thank you Rán, Thor, Eir, Óðinn, and Jóhannes for playing your musical instruments for us.
Thank you Maria Sastre, for holding the microphone.

Finally, thank you! children, parents and teachers of Móðurmál, for joining us! ❤️

Þjóðhátíð Vesturlands: Festival of Nations in West Iceland

Moðurmál took part in the Festival of Nations, organized by the Society of New Icelanders (SONI). The festival took place in Akranes November 9th and many multicultural people attended, displayed beautiful things and performed.

Thank you ❤️ Pauline for organizing the event, it was really fun to take part!

Thank you Spanish and Czech group for participating actively and representing both your groups and Moðurmál!

We look forward to the next year! 🎉

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2014

Móðurmál received the award in the category From Generation to Generation. Congratulations to our mother tongue teachers, group leaders and everyone who supports our great work! 🎉

REP and MQM represented Móðurmál: Félag Tvítyngdra Barna at the ceremony May 13th 2014

News from Fréttablaðinu May 14th here.

Samtökin Móðurmál hlutu verðlaun í flokki “Frá kynslóð til kynslóðar”. Innilega til hamingju okkar móðurmálskennurum, hópstjórum og öllum sem styðja við flottu starfsemina okkar! REP og MQM tóku við verðlaunum 13. Maí 2014.

The International Mother Language Day, 21st February

The International Mother Language Day will be celebrated throughout Iceland 🌎

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur and the UNESCO committee in Iceland, together with the City Library, Tungumálatorg, the Móðurmál and other parties have prepared an ambitious program for the Mother-Tongue Week 21 – 28 February 2014.

Dagskrá viku móðurmálsins:

Í tilefni af alþjóðadegi móðurmálsins verður efnt til nokkurra viðburða dagana 21.–28. febrúar nk. í því skyni að minna á réttinn til móðurmálsins og vekja leika og lærða til vitundar um mikilvægi móðurmáls fyrir einstaklinga og menningu þjóða. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Unesco-nefndin á Íslandi í samvinnu við fjölmörg samtök, stofnanir og aðra sem láta sig málið varða.

Við hvetjum alla til að taka þátt í viðburðum í viku móðurmálsins. Sérstaklega er starfsfólk í skólum landsins hvatt til að vekja athygli nemenda á þessu mikilvæga málefni og stuðla að jákvæðri umræðu um ólík móðurmál í skólum.
Tungumálaforða Íslands leitað

Íslenska er móðurmál flestra sem búa á Íslandi en alls ekki allra. Margir eru tví- eða fjöltyngdir. Öll móðurmál og önnur mál sem töluð eru á Íslandi og erlend tungumál sem við lærum í skólum mynda saman tungumálaforða Íslands. Hann er okkur dýrmætur. Ríkulegur tungumálaforði endurspeglar fjölbreytta menningu og er lykill að farsælum samskiptum við umheiminn.

Í tilefni alþjóðadags móðurmálsins, 21. febrúar, verður hrint af stað leik sem gengur út á að leita uppi þau móðurmál sem eru töluð í skólum víðs vegar um landið og kanna hve miklum tungumálaforða skólar búa yfir. Á heimasvæðinu Tungumálaforða Íslands eru nemendur einstakra bekkja og skóla hvattir til að skrá öll móðurmál sín. Þannig fást upplýsingar um tungumálaforða hvers skóla og með því er hægt að fá yfirlit yfir tungumálaforðann á einstökum landsvæðum og á landinu í heild. Þeir skólar sem búa yfir miklum tungumálaforða fá sérstaka viðurkenningu. Sögustund fyrir börn á 10 tungumálum

  • Föstudaginn 21. febrúar, kl. 13.-15 stendur Borgarbókasafn, Gerðubergi fyrir sögustund fyrir börn á 10 ólíkum tungumálum. Myndbönd um móðurmál og menningarlega fjölbreytni Tekin hafa verið upp nokkur stutt myndbönd um mikilvægi móðurmálsins og stöðu ólíkra tungumála sem móðurmáls hér á landi. Myndböndin er hægt að nálgast á vigdis.hi.is →.Fyrirlesturinn: Danska sem móðurmál, annað mál og erlent mál
  • Fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 16.00 flytur doktor Bergþóra Kristjánsdóttir, lektor við Árósaháskóla, fyrirlestur um stöðu mismunandi tungumála sem móðurmáls í Danmörku. Fyrirlesturinn fer fram í Háskóla Íslands, í stofu 101 í Odda. Málþingið: Móðurmál – mál málanna
  • Föstudaginn 28. febrúar, kl. 15–18 verður haldið málþing í Norræna húsinu þar sem fjallað verður um móðurmálið út frá ólíkum sjónarhornum, sjá dagskrá →.

Samstarf við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Þann 22. ágúst var undirritaður samstarfssamningur á milli skóla- og frístundasviðs og samtakanna Móðurmáls um afnotarétt af húsnæði SFS í Fellaskóla og leikskólunum Ösp og Holti til að kenna tvítyngdum börnum á laugardögum á þessu skólaári.

Níu tungumálahópar munu hittast í nýju húsnæði, en um 250 börn læra móðurmál sín undir regnhlíf Móðurmáls. Áður hafa samtökin haft aðstöðu til móðurmálskennslu í Hagaskóla og leikskólanum Hagaborg en með undirritun þessa samstarfssamnings er brotið blað í samstarfi Reykjavíkurborgar og Móðurmáls með mótframlagi samtakanna sem felst í fræðslu til foreldra og skólasamfélagsins um mikilvægi móðurmáls, margfalda kosti virks tvítyngis, fræðilegar undirstöður, tengdar rannsóknir o.fl.

Það hefur verið megintilgangur Samtakanna Móðurmáls frá stofnun árið 1993 að viðhalda og kenna tvítyngdum börnum móðurmál þeirra. Mikilvægt er að í leik-, grunnskóla-og frístundastarfi sé móðurmál barna viðurkennt og leitað leiða til að vinna með og byggja á kunnáttu barna í móðurmáli.

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (1989) sem nú hefur verið lögfestur á Íslandi er kveðið á um mikilvægi þess að viðurkenna kunnáttu barna í móðurmáli sínu og veita þeim tækifæri til að viðhalda því auk þess sem í aðalnámskrá Grunnskóla (2011) er lögð áhersla á að nemendur þrói með sér „virkt tvítyngi“ þ.e. haldi áfram að þróa og viðhalda móðurmáli um leið og þau ná tökum á íslensku. Lykilinn að því að börn þrói með sér virkt tvítyngi er falinn í því að veita börnum tækifæri og aðgang að markvissri og metnaðarfullri móðurmálskennslu um leið og leitað er leiða til að efla samstarf foreldra og kennara um þróun máls og læsis.

Undirritun samningsins er stórt skref í átt að formlegri viðurkenningu móðurmálskennslu og eru samstarfsaðilar afar stoltir og vongóðir um framtíð hennar.

Móðurmál

Samtökin Móðurmál urðu til árið 1993 að frumkvæði foreldra, en voru stofnuð formlega árið 2001. Tilgangur samtakanna er að skapa vettvang fyrir móðurmálskennslu og umræðu um tvítyngi, styðja við móðurmálskennara, fræða samfélagið um móðurmálskennslu, og ekki síst að hvetja foreldra til að gefa börnum sínum tækifæri til að kynnast báðum (öllum) móðurmálum.

Í ár starfa eftirfarandi hópar innan Móðurmáls: enska, filippseyska, franska, ítalska, japanska, litháíska, portúgalska, rússneska, serbneska, spænska, sænska, tékkneska, twi og ewe (bæði í Ghana), en Móðurmál hefur einnig samvinnu við Pólska skólann.

Þegar Samtökin héldu upp á 10 ára afmæli fyrir tveimur árum, þökkuðu þau verndara sínum, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrir stuðninginn öll þessi ár. Móðurmál eru foreldrarekin samtök en nýir móðurmálshópar spretta upp eftir þörfum. Samtökin hafa gott samstarf við Reykjavíkurborg, Borgarbókasafn Reykjavíkurborgar, Gerðuberg, Hagaskóla, Hagaborg og fleiri stofnanir. Móðurmálskennsla fer fram að mestu leyti á laugardögum í Hagaskóla og Hagaborg, en hóparnir starfa einnig í Neskirkju, Breiðholti, Landakotsskóla, Fellaskóla og í Gerðubergi.

Móðurmál tóku þátt í Hringþingi um menntamál innflytjenda í sl.september og skipulögðu málþing um móðurmál en að segja það. Í nóvember sl. fór fram Vertu með! í Gerðubergi þar sem móðurmálshópar voru með sýningar – dans, leikrit, söng o.fl. Í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkurborgar heldur Móðurmál uppákomur suma laugardags- og sunnudagsmorgna, sem eru barnamorgnar, og á öðrum viðburðum kynna tvítyngd börn sín lifandi tungumál. Sl. febrúar héldu samtökin upp á Alþjóðlega móðurmálsdaginn á bókasafni í Gerðubergi.

Í samstarfi við Reykjavíkurborg höfum við einnig gefið út kennara- og foreldrabæklinga um tvítyngi sem er búið að dreifa í alla grunnskóla í Reykjavík. Bæklingarnir eru til á þrettán tungumálum og innihalda stutta kynningu á félaginu og grein um tvítyngi, sem og einfaldar upplýsingar og ráð um hvernig á að viðhalda móðurmálum barnanna.

Að styðja við móðurmál:

  • Styrking beggja / allra tungumála sem barnið býr yfir er mikilvæg fyrir sjálfsmynd barnsins og eðlilegan þroska þess. Móðurmál er mikilvægt, það er lykill að samskiptum barns við foreldra, fjölskyldu og vini á Íslandi sem og annars staðar. Barnið upplifir sig frekar sem hluta af fjölskyldu sinni og menningu hennar sem og íslensku samfélagi ef það nær góðum tökum á móðurmáli sínu.
  • Börn sem eru fær bæði í móðurmáli sínu og í íslensku eiga í flestum tilfellum auðveldara með að læra fleiri tungumál til viðbótar. Aukin tungumálafærni víkkar sjóndeildarhring barna, og möguleikar þeirra í námi og lífinu öllu verða fjölbreyttari.

Að styðja við móðurmál:

  • Skólinn gegnir því mikilvæga hlutverki að kenna börnum íslensku. Á sama tíma gengst hann undir þá áskorun að styðja við öll móðurmál barnanna á margvíslegan hátt, t.d. með því að vekja athygli á tungumálum nemendanna í skólanum og að veita hinum tungumálunum virkan stuðning. Til þess geta kennarar notað ýmsar leiðir, einfaldar sem og flóknar og tímafrekar.

Hugmyndir:

  • Útbúa plaköt með skrifum nemenda á hinum ýmsu tungumálum.
  • Flétta upplýsingum um lönd nemendana inn í kennsluna, t.d. í samfélagsfræðslu og landafræði.
  • Spila lög á fjölmörgum tungumálum.
  • Hvetja nemendur til að skrifa á móðurmálinu.
  • Hvetja alla nemendur til að leika sér að google.translate til að skoða hve mikið texti getur breyst í þýðingu.
  • Læra nokkur orð á móðurmáli nemenda.
  • Nota samvinnunámsleiðir svo að nemendur geti lært hver af öðrum og þá jafnvel um menningu og tungumál hvers annars.
  • Skoða ásamt nemendum hvað er líkt með tungumálunum sem eru töluð af nemendum bekkjarins eða skólans.
  • Finna orð sem eru lík eða eins, s.s. nöfn, heiti yfir tölustafi, siði, liti, ávexti, grænmeti, dagatöl, hátíðisdaga, vikudaga, mánuði, stafróf, málhljóð, hljóðgervinga og allt sem kennurum og nemendum dettur í hug.
  • Athuga hvort við getum fundið fræga einstaklinga sem tala eða töluðu tungumál sem nemendur skólans eiga að móðurmáli.
  • Leyfa nemendum sem eiga sameiginlegt móðurmál að aðstoða hvern annan á því máli í afmörkuðum verkefnum þegar við á.
  • Spyrja nemendur hvort þeir þekki heiti yfir hin ýmsu hugtök sem þeir læra á íslensku og einnig á móðurmáli sínu.
  • Leyfa nemendum að lesa sambærilegan texta á móðumáli – t.d. á Wikipedia, finnist hann þar.
  • Leyfa nemendum að gera verkefni á móðurmáli sem eru sambærileg við þau sem aðrir nemendur vinna á íslensku.
  • Verkefnin geta verið skrifleg, munnleg, tengd tónlist, leiklist, sjónræn eða blanda af þessu öllu.
  • Gefa nemendum tækifæri til að ræða saman á móðurmáli um það sem þeir hafa lært.
  • Láta nemendur velta fyrir sér hvað tungumál sé, hvernig maður lærir tungumál, hvernig maður kennir tungumál, hve mörg tungumál þeir þekkja, og hvort þeir þekkja tungumál sem spiluð eru fyrir þá.

Að axla ábyrgð;

  • Það eru aðallega foreldrar sem bera ábyrgð á móðurmálsnámi barna sinna. Það er þó mjög stórt verkefni fyrir einn einstakling í nýju landi að kenna barninu heilt tungumál. Það tekst misjafnlega vel og margir þættir hafa áhrif á árangur.
  • Að vera foreldri tvítyngdra barna felur í sér afar mikla ábyrgð. Foreldrar eru oftast einu fulltrúarhins framandi menningarsvæðis og þurfa að hugsa vel um það hvernig þeir kenna börnum sínum bæði tungumálið og ýmsar hliðar menningar sem ekki er til staðar.
  • Móðurmálskennarar tvítyngdra barna, séu þeir fyrir hendi, bera einnig mikla ábyrgð. Móðurmálskennari skapar tækifæri til að umgangast jafnaldra með svipaðan bakgrunn og hann stjórnar samskiptum þeirra í móðurmálstímum. Hann kynnir fyrir börnum bæði tungumálið og menninguna og velur þau atriði sem honum finnst skipta mestu máli.
  • Kennarar á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í framhaldsskóla, bera sinn hlut af sameiginlegri ábyrgð á móðurmálsnámi barna. Þeir skapa ákveðið andrúmsloft í kennslustofum gagnvart „hinum“ tungumálunum. Að líta framhjá þeim gefur nemendum skýr skilaboð – „hin“ móðurmál eru ekki mikilvæg, þau eru hindrun, þau eru ekki til. Hins vegar geta kennarar nýtt sér einfaldar leiðir til þess að sýna tungumálum í stofunni og notendum þeirra virðingu, og það skiptir höfuðmáli, hvernig kennarinn hugsar og vinnur með móðurmál barnanna.
  • Það er margt gott að gerast á sviði fjölmenningar og móðurmálskennslu á Íslandi um þessar mundir, menningarviðburðir, umræða í viðkomandi fagstéttum og stefnumótun skólakerfisins. Og þó – við þurfum enn meira. Við þurfum meiri stuðning við móðurmálskennara okkar og við þurfum að styðja við foreldra barnanna. Börn sem sækja móðurmálstíma þurfa að sjá að vinna þeirra sé metin og viðurkennd.

Ég vil hér með þakka öllum þeim einstaklingum og stofnunum sem leggja okkur lið í þessu áhugaverða málefni. Fyrir hönd barnanna, kærar þakkir ❤️

Heimildir:

Cinzia Fjóla Fiorini, kynning Meðvitund um tvítyngi.
Gerður Gestsdóttir, kynning Móðurmál – föðurmál – mín mál.
Hulda Karen Daníelsdóttir og Fríða B. Jónsdóttir. Fyrir kennara um mikilvægi móðurmáls, og Hvernig geta foreldrar stutt við móðurmál nemenda?
tungumaltorg.is

Children‘s Rights Convention

  • Parents – Article 5 (Parental guidance): Governments should respect the rights and responsibilities of families to direct and guide their children so that, as they grow, they learn to use their rights properly. Helping children to understand their rights does not mean pushing them to make choices with consequences that they are too young to handle. Article 5 encourages parents to deal with rights issues “in a manner consistent with the evolving capacities of the child”.
  • Education –Article 29 (Goals of education): Children’s education should develop each child’s personality, talents and abilities to the fullest. It should encourage children to respect others, human rights and their own and other cultures. It should also help them learn to live peacefully, protect the environment and respect other people. Children have a particular responsibility to respect the rights their parents, and education should aim to develop respect for the values and culture of their parents.
  • Móðurmál teaching – Article 30 – (Children of minorities/indigenous groups): Minority or indigenous children have the right to learn about and practice their own culture, language and religion. The right to practice one’s own culture, language and religion applies to everyone; the Convention here highlights this right in instances where the practices are not shared by the majority of people in the country.
  • The Government‘s role – Article 28: Therefore, governments must ensure that school administrators review their discipline policies and eliminate any discipline practices involving physical or mental violence, abuse or neglect. The Convention places a high value on education. Young people should be encouraged to reach the highest level of education of which they are capable.