Móðurmál hefur boðið uppá móðurmálskennslu í fleiri en tuttugu tungumálum (öðrum en íslensku) fyrir fjöltyngd börn síðan 1994. Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur og síðan Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, sem og aðrar stofnanir, hafa stutt við starfsemina fjárhagslega eða á annan hátt. Sjálfboðaliðar og foreldrar hafa unnið stærsta hlut allrar dýrmættrar vinnu.
Móðurmál var stofnað árið 1994 sem Samtök foreldra tvítyngdra barna í þeim tilgangi að þróa faglega móðurmálskennslu með tungumálanámskrá og skýrum markmiðum. Samtökin Móðurmál hafa sett sér eftirfarandi markmið árið 2014:
- Að kenna börnum þeirra móðurmál
- Að styðja við móðurmálshópa og móðurmálskennara
- Að vinna saman með foreldrum fjöltyngdra barna til að skapa börnunum tækifæri til að læra þeirra móðurmál
- Að taka þátt í rannsóknum um fjöltyngi og móðurmál
- Að þróa móðurmálskennslu
- Að styðja við virkt tvítyngi í samfélaginu
Starfsemi Móðurmáls er meðal annars:
- Reglulegir móðurmálstímar
- Fræðsla fyrir foreldra, stofnanir og almenning
- Fagleg þróun móðurmálskennara
- Samvinna við aðrar stofnanir (Reykjavíkurborg, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Menningarmiðstöð Gerðuberg, Tungumálatorg, Háskóli Íslands osf.)
- Útgáfa (foreldra- og kennarabæklingar um fjöltyngi)
Samtökin Móðurmál eru þakklát frú Vigdís Finnbogadóttur, fyrri forseta Íslands og Mother Tongue is grateful for the patronage of Vigdís Finnbogadóttir, the former president of Iceland og talsmanni tungumála í gegnum hennar Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur).
Móðurmál þakkar einnig eftirfarandi verðlaun:
- 2008. “Vel að verki staðið” Viðurkenning Alþjóðahúsins fyrir vinnu í innflytjendamálum á Íslandi. Viðurkenning var afhent af forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni.
- 2014. “Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins” í flokki “Frá kynslóð til kynslóðar”. Viðurkenning var afhent af forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni.
- 2016. “Foreldraverðlaun Heimilis og skóla” (Parents’ award from the National Parents’ Association). For mother tongue teaching of bilingual children.
- 2018. “Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla” (Encouragement award from the National Parents’ Association). For the project Allir með! –let´s talk about the school culture in Iceland– did in collaboration with SAMFOK association
- 2019. “Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar” (Human rights award of the City of Reykjavík). For teaching children their mother tongues.