Samtökin Móðurmál fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna – mál okkar allra.
Verkefnið er unnið með nemendum í 5. og 6. bekk í Fellaskóla. Börnin hafa fengið kynningu á Heimsmarkmiðunum og valið markmið til að vinna dýpra með á skapandi hátt.
Afrakstur vinnunnar er meðal annars uppskerusýning barnanna sem opnar í Borgarbókasafni í Gerðubergi föstudaginn 6.sept. kl.12.00. Þá er fjölskyldum boðið að koma til að eiga góða stund á bókasafninu með börnunum og njóta og fagna fallegu verka þeirra, sem þau hafa lagt mikla vinnu í.
Þar sem Heimsmarkmiðin eru til á mörgum tungumálum er hægt að skoða þau bæði á íslensku og öðrum tungumálum fyrir þá sem skilja þannig innihaldið betur. Á sýningunni verða Heimsmarkmiðin sýnileg á 35 tungumálum.
Sameiginlega samtalið í ferlinu fer fram á íslensku, því við verðum öll að geta talað saman um mikilvæg málefni á íslensku.
Kennsluhugmyndir undir yfirskriftinni “Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna – mál okkar allra” verða að finna á vef Samtakanna Móðurmáls seinna í haust.
Allir eru velkomnir og sýningin stendur til laugardags 14. september.







