Formleg opnun serbneska móðurmálsskólans í Reykjavík á vegum Menntamálaráðuneytis Serbíu og Sendiráðs Serbíu í Osló.
(Eng. Formal opening of the Serbian mother tongue school in Reykjavík under the auspices of the Ministry of Culture of Serbia and the Embassy of Serbia in Oslo)
Serbneska Menningarmiðstöðin á Íslandi var stofnað í maí mánuði 2016 en síðar það sama ár var byrjað að kenna nemendum á aldrinum 6-16 ára serbnesku. Kennslan fór fram í gegnum fjölbreytt verkefni sem tengdust serbneska tungumálinu, sögu landsins og hefðum. Þetta verkefni stóð í mörg ár og mætti fjöldi nemenda vikulega í kennsluna. Frá upphafi hefur markmið okkar sem komum að kennslunni verið að þróa hana áfram og færa á hærra plan þannig að móðurmálsnám í serbnesku verði bæði viðurkennt á Íslandi og í Serbíu. Til þess að svo mætti verða þurfti að uppfylla margar og mismunandi kröfur en við sem höldum utan um kennsluna sátum ekki ráðalaus og ákváðum haustið 2023 að sækja um viðurkenningu frá menntamálaráðuneyti Serbíu.
Með nýjar áherslur og markmið um viðurkenningu byrjaði kennsla í september 2023 en gleðifréttir bárust í desember þegar viðurkenningin fékkst. Formleg opnun serbneska móðurmálsskólans var síðan haldin þann 27. janúar 2024 í Fellaskóla á Breiðholti þar sem kennslan fer fram alla laugardaga. Nemendur í serbneska móðurmálsskólanum eru nú 33 talsins á aldrinum 5,5, til 17 ára en einnig er leikskólahópur fyrir börn 1-5 ára og eru 15 börn í þeim hópi.
Ár hvert í öllum skólum í Serbíu er fagnað degi heilags Sava sem er einmitt 27. janúar og var metnaðarfull opnunarhátíð serbneska móðurmálsskólans skipulögð í kringum þann dag. Aðalgestir á hátíðinni voru forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og sendiherra Serba í Osló herra Dragan Petrovic ásamt öðrum virðulegum gestum. Nemendurnir okkar ásamt kennaranum Ljupku Cvijic undirbjuggu viðeigandi dagskrá sem var flutt á serbnesku og íslensku en þar var miðlað sýnishornum úr menningu Serba í gegnum söng, þjóðdans, ljóð, bókmenntir og ljúffengar kræsingar. Margir komu að og hjálpuðu við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.
Við þökkum kærlega forseta Íslands, sendiráði og sendiherra Serbíu í Noregi, Menntamálaráðuneytinu í Serbíu, Móðurmáli samtökum um tvítyngi, Reykjavíkurborg og stjórnendum og starfsfólki Fellaskóla fyrir ómetanlega stuðning. Án þeirra væri þessi metnaðarfulli draumur ekki orðinn að veruleika og við vonum innilega að við munum halda áfram samstarfi og samvinnu um ókomna tíð. Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á: centarsrpskekulture@gmail.com Danijela Zivojinovic formaður Serbnesku Menningarmiðstöðvarinnar á Íslandi.