A new Language Map of Iceland

*Íslenska fyrir neðan

A language treasure hunt was launched at the occasion of International Mother Language Day on February 21, 2021. The purpose was to map languages spoken by children and youth in preschools and compulsory schools in Iceland and to raise positive awareness and discussions about languages and plurilingualism. The goal of the search was also to create such a school culture in which all children and youth experience pride in their language treasure and realize that their languages are important for their feelings and for who they are.

The participation in mapping the languages was very good and this year organizations, i.e. afterschool centers also took part. The discussion about the importance of mother tongues took place around the country which was the main goal of the search for the language repertoire.

Take a look at the 109 languages on the map and dive into the amazing linguistic treasures all over Iceland! Read everything about the Language Map here.

*Nýtt Íslandskort tungumálanna

Í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021 var blásið til tungumálaleitar til að kortleggja tungumál töluð af börnum og unglingum á leik- og grunnskólaaldri og um leið stuðla að jákvæðri umræðu um tungumál og fjöltyngi. Markmiðið er ekki síst að skapa námsmenningu þar sem börn og unglingar finna fyrir stolti yfir tungumálaauði sínum og að öll börn átti sig á mikilvægi tungumálsins fyrir sjálfsmynd og tilfinningalíf hvers og eins. 

Þátttaka í kortlagningu tungumálanna var afar góð. Þá tóku í ár í fyrsta sinn þátt stofnanir á vettvangi frítímans, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þannig fór fram umræða um mikilvægi móðurmálsins með börnum og unglingum  um land allt sem er höfuðmarkmið leitarinnar að tungumálaforðanum.

Skoðið magnaða tungumálaauðinn á kortinu og öll 109 tungumálin sem fundust. Hægt er að lesa allt um verkefnið hér.