Í verkefninu “Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – mál allra” í Fellaskóla var eitt aðalmarkmiðið að afrakstur ferlisins myndi speglast í listrænni sköpun og verða sýnilegt í nærsamfélaginu. Út úr því komu nokkur listaverk barnanna sem voru afhjúpuð á opnum viðburði í Borgarbókasafninu í Gerðubergi þar sem foreldrum og öðrum var boðið að fagna með börnunum.
Bókasafnið er mikilvægt gátt inn í samfélagið og þar eiga allir að vera á heimavelli og finna að raddir þeirra geta haft áhrif. Aðstandendur verkefnisins mæla eindregið með að skólar fari í samstarf við bókasafnið eða aðra menningarstofnanir til að styðja við lýðræðisleg verkefni í skólanum.
Sjá myndband um upplifun foreldra, nemenda og skólastjóra hér.
Okkar mat á sýningardeginum er að hann hafi gengið mjög vel, mæting foreldra var mjög góð. Við vitum til þess að starfsmenn skólans hafa farið og skoðað sýninguna. Okkur finnst gott að sýningin standi áfram. Við upplifum að börnin voru ánægð með sýninguna og höfðu gaman af því að vinna með 5.bekk. Virkni og þátttaka foreldra var mjög góð, þar sem nemendur fengu heimanám um að búa til verk í tengslum við heimsmarkmiðin. Allir í 6. bekk komu með sín verk á sýninguna.
Kennarar í 6. bekk
“Hnötturinn” og “Hvalurinn”: Nemendur teiknuðu upp einfaldar útlínur, máluðu og skreyttu
“Draumar og skref”: Verkefnin voru límd á pappakassa í bland við þau heimsmarkmið sem áttu við í hvert skipti
Á sýningunni sem stóð yfir í viku voru heimsmarkmiðin til sýnis á 30 tungumálum