Ráðstefna “Beautiful Languages: Successful and Sustainable”

Dagana 18.–19. nóvember stóð Móðurmál fyrir ráðstefnu fyrir móðurmálskennara og áhugasama kennara og uppalendur.

Aðalfyrirlesari var Prof. Olenka Bilash frá Háskóla í Alberta, Kanada. Ráðstefna átti sér stað í Menningarmiðstöð Gerðubergi í Reykjavík og var styrkt úr Þróunarsjóði innflytjendamála.
Á dagskrá var meðal annars árangursrík reynsla tveggja þýska og japanska móðurmálshóps, frásögn litháíska og spænska hóp um ráðstefnur alþjóðlega litháísku- og spænskumóðurmálskennara í Reykjavík og Stokhólmi og tvær nýjar menntarannsóknir um innflytjendur.

Prof. Olenka Bilash fjallaði um kosti móðurmálskennslu fyrir börnin og kosti samstarfs móðurmálskennara og íslenskukennara barna. Meðal kosti móðurmálskennslu fyrir fleirtyngd börn eru t.d. aukinn tími sem börnin takast á við læsi og tungumál, vinnáttur með félaga sem tala sama tungumál, sterkari sjálfsmynd og tilfinning að tilheyra mál- og menningarsamfélagi. Börnin þroskast sem heildstæðir einstaklingar og læra kosti sjálfboðaliðavinnu og samfélagsvinnu. Móðurmálskennsla stuðlar einnig að fjölskyldustöðugleika.

Sjá má sjálfbæra móðurmálskennslu sem lítið fyrirtæki sem tekur mið af umhverfinu, félagslegum og fjárhagslegum þáttum og er hagkvæm, bærileg og sanngjörn. Í kjölfarið verða borgararnig glaðari, fjölskyldur tengdar á alþjóðlegum vettvangi, alþjóðleg sjónarhorn finna sér leið í íslenskt samfélag sem verður fjölbreytari.

Prof. Bilash hitti einnig fulltrúa Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Skólaráði Reykjavíkurborgar, Sambands sveitarfélaga, Menntamálaráðuneytisins, Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis og hafði árangursríka umræðu um hvernig innleiðsla móðurmálskennslu í skólakerfið gæti litið út.

Móðurmálshópar samtakanna Móðurmáls sem taka þátt í sameiginlegu umhverfisverkefni „Móðurmál rannsakar náttúru og móðurmál“ kynntu sköpunarverk sín fyrir gestum ráðstefnu og spænski hópurinn HOLA í samvinnu við Múltíkultíkórinn og leikstjóra Ólaf Guðmundsson frumsýndi frumsamið leikrit „Kólumbus í Norðurhöfum“. Á laugardaginn lauk ráðstefnu með píanóleik Michail Poliychuk, nemanda frá ukraínskum móðurmálshóp.

Takk allir fyrir þátttökuna og fyrir kynningar ykkar! ❤️