Von be don, börnin lesa úr nýrri bók

Höfundar bókarinnar “Von be don – Magnús og Malaika leysa máliðBergljót Baldursdóttir og Brynhildur Jenný Bjarnadóttir og börn frá samtökum Móðurmál tóku þátt í Barnamenningarhátíð 2016 og lásu þann 23. Apríl 2016 úr nýrri barnabók.

Von be don” er bók fyrir börn um orð og tungumál. Henni er ætlað að vekja börn til vitundar um tilvist tungumála og kraftinn sem felst í orðum, hvernig hægt er að segja hluti á marga vegu á mörgum tungumálum.

Viðburðurinn átti sér stað á borgarbókasafni í Gerðubergi.

Við þökkum innilega öllum börnum sem lásu á fallegri íslensku, höfundum, gestum viðburðarins og Gerðubergi fyrir fallegt umhverfi og tæknilega aðstoð.