Formleg opnun serbneska móðurmálsskólans í Reykjavík

Formleg opnun serbneska móðurmálsskólans í Reykjavík á vegum Menntamálaráðuneytis Serbíu og Sendiráðs Serbíu í Osló.

(Eng. Formal opening of the Serbian mother tongue school in Reykjavík under the auspices of the Ministry of Culture of Serbia and the Embassy of Serbia in Oslo)

Serbneska Menningarmiðstöðin á Íslandi var stofnað í maí mánuði 2016 en síðar það sama ár var byrjað að kenna nemendum á aldrinum 6-16 ára serbnesku. Kennslan fór fram í gegnum fjölbreytt verkefni sem tengdust serbneska tungumálinu, sögu landsins og hefðum. Þetta verkefni stóð í mörg ár og mætti fjöldi nemenda vikulega í kennsluna. Frá upphafi hefur markmið okkar sem komum að kennslunni verið að þróa hana áfram og færa á hærra plan þannig að móðurmálsnám í serbnesku verði bæði viðurkennt á Íslandi og í Serbíu. Til þess að svo mætti verða þurfti að uppfylla margar og mismunandi kröfur en við sem höldum utan um kennsluna sátum ekki ráðalaus og ákváðum haustið 2023 að sækja um viðurkenningu frá menntamálaráðuneyti Serbíu.

Með nýjar áherslur og markmið um viðurkenningu byrjaði kennsla í september 2023 en gleðifréttir bárust í desember þegar viðurkenningin fékkst. Formleg opnun serbneska móðurmálsskólans var síðan haldin þann 27. janúar 2024 í Fellaskóla á Breiðholti þar sem kennslan fer fram alla laugardaga. Nemendur í serbneska móðurmálsskólanum eru nú 33 talsins á aldrinum 5,5, til 17 ára en einnig er leikskólahópur fyrir börn 1-5 ára og eru 15 börn í þeim hópi.

Ár hvert í öllum skólum í Serbíu er fagnað degi heilags Sava sem er einmitt 27. janúar og var metnaðarfull opnunarhátíð serbneska móðurmálsskólans skipulögð í kringum þann dag. Aðalgestir á hátíðinni voru forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og sendiherra Serba í Osló herra Dragan Petrovic ásamt öðrum virðulegum gestum. Nemendurnir okkar ásamt kennaranum Ljupku Cvijic undirbjuggu viðeigandi dagskrá sem var flutt á serbnesku og íslensku en þar var miðlað sýnishornum úr menningu Serba í gegnum söng, þjóðdans, ljóð, bókmenntir og ljúffengar kræsingar. Margir komu að og hjálpuðu við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.

Við þökkum kærlega forseta Íslands, sendiráði og sendiherra Serbíu í Noregi, Menntamálaráðuneytinu í Serbíu, Móðurmáli samtökum um tvítyngi, Reykjavíkurborg og stjórnendum og starfsfólki Fellaskóla fyrir ómetanlega stuðning. Án þeirra væri þessi metnaðarfulli draumur ekki orðinn að veruleika og við vonum innilega að við munum halda áfram samstarfi og samvinnu um ókomna tíð. Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á: centarsrpskekulture@gmail.com Danijela Zivojinovic formaður Serbnesku Menningarmiðstöðvarinnar á Íslandi.

Nýr bæklingur / New brochure

Í tilefni 30 ára afmæli Samtakana Móðurmáls var hannaður bæklingur um starfið okkar. Hægt er að nálgast bæklinginn í rafrænu formi á íslensku og enskuenskuíslensku eða hlaða hann niður í pdf-útgáfu.

*On the occasion of the 30th anniversary we have created a brochure about our work. It can be approached in a digital format in English and IcelandicEnglishIcelandic or downloaded as a pdf-file.

12.2_Final_Módurmáls-bæklingur af Kristin R. Vilhjalmsdottir

A Global Call to Action for Heritage Language Education

In time for UNESCO’s International Mother Language Day 2024, which celebrates students’ universal right to study their heritage languages, a new global think tank of academics and practitioners have created an easy-to-use list of recommendations for everyone – from students to mainstream schools to policy-makers – to help improve heritage language and culture education for multilingual children worldwide.

See the full text of the press release here.

“A simple step that everyone can take is being aware of which heritage language programs are operating in your community.” – Dr. Sabine Little from Sheffield University

What can you do?

The recommendations made in the Global Call to Action give concrete examples of how students, caregivers, mainstream teachers and principals, heritage language teachers, libraries, non-profit initiatives, universities, journalists, local businesses, and government officials can work collectively to improve the quality and reach of heritage language education.

February 21, International Mother Language Day, marks the launch of the Global Call to Action. Throughout the year, the Call will be added in other languages, and events will be organized to promote it, discuss it, and raise awareness about it. For updates, follow FOHLC Europe (Forum of Heritage Language Coalitions in Europe) on Facebook.

Pledge commitment

If you want to help heritage language educators and the children they support, please be sure to pledge commitment to the Global Call to Action publicly on social media and share widely within your networks.

Find and share the Global Call to Action for Heritage Language Education 

Social media images

For inquiries:

U.S. Coalition of Community-Based Heritage Language Schools

joy@peytons.us

Forum of Heritage Language Coalitions Europe (FOHLC Europe) 

fohlceurope@gmail.com

This press release has been prepared by members of the Heritage Language (HL) Global Think Tank. The HL Global Think Tank advocates for the sustainability of heritage language education at local, national, and international levels. For a full list of members of the think tank, see

www.hlenet.org/thinktank

#GlobalCallToAction #HeritageLanguageEducation #InternationalMotherLanguageDay

Vinalestur Heiðrúnar – Lesþjálfun til framtíðar

Nýlega hefur Vinalestur Heiðrúnar gerst hópur í Móðurmáli. Frá því í haust hefur Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur tekið á móti börnum innflytjenda í bókasafninu í Gerðubergi og lesið með þeim íslenskar barnabækur. Þegar þau eru búin að lesa, leyfir hún þeim að teikna eitthvað upp úr sögunni sem þau voru að lesa. Síðan eftir hverja önn höldum við sýningu á úrvali af myndunum sem þau hafa teiknað. Um er að ræða tilraunverkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og hefur verkefnið fengið heitið Vinalestur Heiðrúnar – Lesþjálfun til framtíðar. Fyrir utan lestímana skipuleggur Heiðrún upplifunarferðir fyrir krakkana. Til stendur að gera eitthvað saman, fara á söfn og sýningar, jafnvel á tónleika og í leikhús, nokkrum sinnum á hverjum vetri. Og þá koma foreldrar með. Núna hafa börnin verið með í hrekkjavökugrímugerð á bókasafninu Gerðubergi, farið í Hörpu og heilsað upp á músina Maximús og 10. febrúar á leiksýninguna Fíasól gefst aldrei upp í Borgarleikhúsinu. Áhugasamir mega hafa samband á vinalestur.heidrunar@gmail.com og símanúmerið 893-3965. Heiðrún er líka með aðstöðu á bókasafninu Gerðubergi en þar er hún oftast frá 15:00 – 18:00 á virkum dögum.

Tungumálahátíð /Language Festival

*English below

Í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins ætla Samtökin Móðurmál að hefja 30 ára afmælisárið sitt með fjörugri fjölskyldu- og tungumálahátíð laugardaginn 17.2 kl. 14-16.00 í Mjódd.
Trúðarnir Suzy og Momo opna dagskrána á stórskemmtilegu atriði sem fer fram á mörgum tungumálum.

Börn sem fá móðurmálskennslu hjá samtökunum taka svo yfir sviðið og opna töfrandi tungumálaheima sína. Einnig verður boðið upp á þátttökulistaverk í formi tungumálaregnboga.

Fögnum tungumál heimsins! Öll eru velkomin!

Viðburdur á Facebook

*On the occasion of The International Mother Language Day, Móðurmál – the Association on Bilingualism will start its 30th anniversary year with a lively family and language festival on Saturday 17.2 at 14-16.00 in Mjódd.
The clowns Suzy and Momo open the program with an awesome performance that takes place in many languages.

Children who receive mother tongue lessons in mother tongue groups in Móðurmál then take over the stage and open up their magical language worlds. Also there will be a participatory art work where everyone can contribute to a beautiful language rainbow with their linguistic repertoire.

Let’s celebrate the languages of the world! All are welcome!

Facebook event

International projects of Móðurmál – the Association on Russian Bilingualism

The Russian group in Móðurmál has worked under the umbrella of the association since the very beginning, it is one of its founding members. The group has been taking an active part in various Erasmus+ projects to involve bilingual Russian-speaking children and youth with environmental issues.

Here are three recently finished projects:

Love Earth to the Moon and Back

Fighters Against Light Pollution

Smart Teens, One Ready Mission (STORM)

School to Go – fjarnám á úkraínsku

Í gær, 7. desember, var kynningarfundur í húsakynnum Háskóla Íslands fyrir úkraínskar fjölskyldur á námi á móðurmálinu sem þeim stendur til boða hér á Íslandi. Sérstaklega var kynnt nýr möguleiki, SchoolToGo, sem er fjarnám sem fylgir úkraínskri námskrá sem nú er í boði fyrir úkraínsk börn á grunnskólaaldri hér á Íslandi (https://schooltogo.online/en/).

Móðurmál – samtök um tvítyngi hefur tekið að sér að vera tengiliður við slóvakísk samtök sem hafa gert samkomulag við Menntamálaráðuneytið í Úkraínu en kennsluna annast úkraínskir kennarar. Börn um alla veröld sem hafa þurft að flýja heimalandið stunda nú fjarnám á vegum SchoolToGo og ættu því að vera betur undirbúin til að halda áfram námi heima í Úkraínu þegar þau snúa til baka.

Móðurmál ásamt tengiliði Reykjavíkurborgar við flóttafólk, Oksana Shabatura, veita nánari upplýsingar um hvernig fjölskyldur geta innritað börnin sín fyrir vorönn 2024. Námið er fjölskyldum ókeypis.

Upplýsingar veita:

Oksana Shabatura, Miðja máls og læsis, Reykjavík:  oksana.shabatura@reykjavik.is

Anna Trish, School to Go, Slóvakía: anna.trish@schooltogo.sk

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=9IKF6O_w1oY

Frekari upplýsingar: https://t.me/school_togo

Jóladagatal á 24 tungumálum

Opnið glugga að heiminum í desember

(English below)

Samtökin Móðurmál kynna til leiks skemmtilegt jóladagatal: Heimsins jól – fjöltyngt jóladagatal. Á hverjum degi í desember verður hægt að opna fyrir jólakveðju á einu af þeim 100 tungumálum sem töluð eru á Íslandi og 7000 tungumálum sem töluð eru í heiminum. 

Í skólastarfi verður hægt að nota jóladagatalið sem hluta af vitundarvakningu um tungumál og þá auðlind sem felst í því að geta talað fleiri en eitt eða tvö tungumál. Jóladagatalið verður að finna á vef og samfélagsmiðlum undir “Móðurmál – samtök um tvítyngi”.

Það er öllum opið að dreifa því og nota í því samhengi sem gæti átt við. Kennarar eru hvattir til að hefja alla skóladaga í desember með því að opna “glugga” að heiminum, bera saman tungumálin, skoða hvar þau eru töluð o.s.frv. Hægt verður að láta börn og ungmenni skreyta veggi skólans með jólakveðjum á mismunandi móðurmálum.

Jóladagatalinu fylgja leiðbeiningar og hugmyndir um notkun þess í kennslustofunni. Tilgangurinn er m.a að vekja athygli á því að fjölbreytni og fjöltyngi eru mikið ríkidæmi en sú áhersla tengist bæði Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálanum. 

Heimsins jól – fjöltyngt jóladagatal er á vegum Samtakanna Móðurmáls og birtist í samstarfi við íslensku UNESCO nefndina, Vigdísarstofnun, Reykjavíkurborg, Miðju máls og læsis, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir er hugmyndasmiður jóladagatalsins og vinnur verkefnið fyrir Samtökin Móðurmál.

Sjá jóladagatalið hér

Open the Window to the World in December

Móðurmál – the Association on Bilingualism presents a fun Christmas calendar: The World´s Christmas  – A Multilingual Calendar. Every day in December it will be possible to open a Christmas greeting in one of the 100 languages ​​spoken in Iceland and 7000 languages ​​spoken in the world.

The calendar is here.

In schools, it will be possible to use the Christmas calendar as part of raising awareness about languages and the treasure of being able to speak more than one or two languages. The Christmas calendar can be found on the website and social media under “Móðurmál – the Association on Bilingualism”.

It is open to everyone to distribute it and use it in the context that may be relevant. Teachers are encouraged to start every school day in December by opening a “window” to the world, comparing the languages, looking at where they are spoken, etc. Children and young people could decorate the walls of the school with Christmas greetings in different mother tongues.

The Christmas calendar comes with instructions and ideas for using it in the classroom. The purpose is, among other things, to draw attention to the fact that diversity and multilingualism are a great asset, which is an emphasis related to both the United Nations’ Sustainability Development Goals and the Convention on the Rights of the Child.

The World’s Christmas – Multilingual Calendar is organized by the Móðurmál – the Association on Bilingualism and it is published in collaboration with the Icelandic UNESCO Committee, Vigdís International Center of multilingualism and intercultural understanding, the City of Reykjavík´s Center for Language and Literacy, and the compulsory schools Hólabrekkuskóli and Fellaskóli.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir is the creator of the Christmas calendar and works on the project for Móðurmál.